Ef við höfnum orðunum sem okkur eru boðuð, þá missum við af hvíldinni sem felst í fagnaðarerindinu. Ef aðeins Hebrear hefðu fylgt Guði á göngunni inn í fyrirheitna landið, ef lögmálinu hefði verið fylgt, hefði ekki þurft annan dag.
En nú er sá dagur, göngum til fylgis við fagnaðarerindið og munum
að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. Enginn skapaður hlutur er Guði hulinn, allt er bert og öndvert augum hans. Honum eigum við reikningsskil að gera.
En um leið og við gerum Guði reikningsskil megum við vita að Jesú Guðs son, er fyrirmynd okkar og í nafni hans má kalla til okkar og segja:
Göngum því með djörfung að hásæti Guðs náðar. Þar finnum við miskunn og náð þegar við erum hjálparþurfi.