Viðbrögðin eru fyrirsjáanleg við boðum Jeremía. Það er ekki hlustað fremur en áður. Barúk ritari Jeremía er sakaður um að æsa Jeremía upp, þeir félagar séu að blekkja íbúa Júda svo Babýloníukonungur geti ráðist á þá aftur.
Barúk talar um að leiðtogar Júdafólks séu hrokagikkir er þeir saka þá félaga um lygar. En hvað um það leiðtogarnir safna saman íbúum Júda, þar á meðal bæði Barúk og Jeremía og halda til Takpanes í Egyptalandi.
Jeremía þagnar ekki, þó hann hafi verið neyddur til Egyptalands og spáir því að Babýloníukonungur muni fyrr en síðar gera innrás inn í Egyptaland og þá sé ekki von á góðu.