Jeremía er reiður enda hlustar fólkið ekki. Hann boðar að þjóðin muni splundrast eins og leirker. Hjáguðadýrkun og höfnun YHWH átrúnaðar leiði eymd yfir þjóðina, enda þekki hún ekki sjálfa sig, sögu sína, Guð sinn og stöðu sína.
Jeremía er reiður enda hlustar fólkið ekki. Hann boðar að þjóðin muni splundrast eins og leirker. Hjáguðadýrkun og höfnun YHWH átrúnaðar leiði eymd yfir þjóðina, enda þekki hún ekki sjálfa sig, sögu sína, Guð sinn og stöðu sína.
Þegar ég les þessa punkta þína þá finnst mér ég upplifa svolítið svipað því sem ég sé í barnaefni Þjóðkirkjunnar. Þar bara deyja frumburðir Egyptalands og það er ekki minnst á það að fólk hafi dáið í Nóaflóðinu.
Það er ekki eins og hjáguðadýrkun eða vanþekking leiði beinlínis af sér eymd, heldur er Jahve reiður út í fólkið og ætlar heldur betur að láta fólkið finna fyrir því: “Og ég mun láta þá eta hold sona sinna og hold dætra sinna..” Jahá!