Jakob ávarpar syni sína, útskýrir fyrir þeim að framtíð afkomenda þeirra sé misbjört. Það er að sjálfsögðu mest framtíð í lífi Jósefs sem nýtur að sögn Jakobs sérstakrar blessunar Guðs Ísraels. Þá lærum við að ætt Júda á bjarta framtíð. Flestum mun þeim bræðrum reyndar farnast vel, nema þremur elstu sonum hans og Leu, sem að mati Jakobs eru og verða til vandræða.
Það er mikilvægt að átta sig á að þessum texta er ætlað að útskýra ástand sem er ríkjandi þegar hann er færður á blað, ekki síður en að vera lýsing á raunverulegri ræðu Jakobs fyrir dauða sinn. Þannig er nauðsynlegt að skilja að það eru sigurvegarar sem skrifa söguna og það þarf enginn að velkjast í vafa um að það þeir sem rita Mósebækurnar telja sjálfa sig vera afkomendur Jósefs og hugsanlega Júda, en ekki Rúbens, Símeons eða Leví.
Jakob ítrekaði eftir ræðu sína að hann vilji láta jarða sig í Hebron, við hlið Abrahams, Sóru, Ísaks, Rebekku og Leu. Að því loknu fór hann til hvílu og gaf upp andann.