Tækifæri til endurskoðunar

Ákvörðun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar að greina betur á milli kirkju- og skólastarfs er um margt áhugaverð og skapar spennandi tækifæri fyrir kirkjuna til að endurskoða aðferðafræði barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar. Á undanförnum árum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á sérfræðistarf í kirkjunni, þar sem sérfræðingar eru ráðnir til starfa af söfnuðunum til að mynda tengsl og bjóða upp á dagskrá fyrir börn og unglinga. Þetta starf hefur verið áberandi, líklega hafa aldrei fleiri börn og unglingar tekið þátt í kirkjustarfi og dagskráin er hönnuð og sett upp af mjög hæfileikaríku fólki.

Veruleikinn er samt sá að þetta faglega og vandaða starf virðist hafa haft mjög lítil áhrif á safnaðarstarfið sem heild, það hefur sem dæmi sé tekið, ekki skilað sér í meiri þátttöku í safnaðarstarfi almennt, aukið traust til kirkjunnar, fjölgað í guðsþjónustum eða dregið úr úrskráningum úr þjóðkirkjunni. Rannsóknir m.a. í BNA benda til þess að sérhæft barna- og unglingastarf og aðskilnaður aldurshópa, leiði þvert á móti til hnignunar í safnaðarstarfi þegar horft er til lengri tíma. Reynsla kynslóðana, minningar og trúarreynsla þeirra sem eldri eru, skili sér nefnilega ekki í gegnum veggina sem eru byggðir utan um mismunandi sérhópa. Nýjasta útgáfa Connect – Journal of Youth and Family Ministry (áskrift) er einmitt tileinkuð þessum vanda.

The criticism here is not that young adults are unimportant ministers to youth; they were just never intended to be the only—or even primary—ministers to youth. The research repeatedly points out the importance of parents and other adults in the faith lives of children and youth. The Pied-Piper model of one young person taking the youth away to meet in their own space, at their own time, and with their own leaders is contrary to the Bible, most of church history, and to the overwhelming data from recent research. (The Power of Cross Generational Communities of Faith)

Þetta er auðvitað líka reynslan á Íslandi, áhrifavaldar og fyrirmyndir í lífi barna og unglinga eru fyrst og fremst foreldrar og nær fjölskylda, allir aðrir koma þar langt fyrir neðan.

Nú er tækifæri fyrir kirkjuna. Starf með börnum og unglingum þarfnast rótækrar endurskoðunar, tímabilið þar sem foreldrar þurftu ekki annað en að skrifa nafnið sitt á leyfisbréf er liðið. Kirkjan hefur möguleika á að nálgast starf með börnum og unglingum sem fjölskyldustarf, virkja foreldrana á nýjan hátt. Afsökunin fyrir þátttökuleysi/afskiptaleysi fjölskyldna með vísan til hagræðis vegna samspils skólans og kirkju er ekki lengur gild. Spurningin er hvernig við nýtum tækifærið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.