Blendin gleði

Fyrir tveimur vikum fengum við póst frá tryggingafyrirtækinu okkar. Sagan hófst á því að skóli dóttur okkar vildi meina að það hefði farist fyrir að gefa henni tvær bólusetningarsprautur á réttum tíma. Við tókum athugasemdinni vel, héldum reyndar að um miskilning væri að ræða, en fórum að sjálfsögðu með stelpuna á læknastofu. Þar fékk hún aðra af sprautunum tveimur, skorturinn á hinni sprautunni var byggður á miskilningi vegna þess að ekkert rafrænt kerfi er til staðar í landinu til að halda utan um upplýsingar um heilsu landsmanna, enda er hræðslan við slíkt kerfi svo mikið að fjölmargir læknar hér í BNA notast helst aðeins við blað og penna.

En hvað um það. Bréfið frá tryggingafyrirtækinu var sent til að tilkynna okkur að þar sem dóttir okkar væri bólusett eftir 9 ára aldur þá félli allur kostnaður þjónustunnar á okkur, kostnaður sem samkvæmt bréfinu væri rétt um $200. Það kom líka fram að þetta væri bara áminning, raunverulegur reikningur kæmi síðar beint frá lækninum og gæti orðið hærri en þetta. 

Það er stórkostlegur sigur fyrir Obama að fulltrúadeildin komi í gegn frumvarpi um betrumbætur á heilbrigðiskerfinu. Fögnuðurinn er þó blendin, því til að koma frumvarpinu í gegn þurfi að bæta í það fyrirvara um að ríkisvaldinu væri með öllu óheimilt að greiða fyrir fóstureyðingar, sem þýðir í raun að flest tryggingafélög munu einnig hafna því. Reyndar eru einhver frávik frá þessu banni, og það á eftir að koma í ljós hversu þröngt þau verða túlkuð.

Þetta þýðir að til að koma í gegn frumvarpi sem mun líklegast lengja líf meðal Bandaríkjamanns um 3-5 ár, mun draga úr ungbarnadauða um hugsanlega allt að 3-5 af hverjum 1000 á ári hverju, þá var dregið úr réttindum kvenna til að taka ákvarðanir um líf sitt. Einhverjum kann að finna það lítill fórnarkostnaður, en ég verð að viðurkenna að ég veit það ekki. Ákvörðun 64 þingmanna Demókrata að spyrða þetta tvennt saman er fremur ógeðfelld.

En fyrirsögnin er sönn og rétt. Sigurinn í þessu máli er sigur Obama, þó kvennréttindum hafi verið fórnað í skákinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.