Á síðasta ári hef ég nótað hjá mér hinar og þessar hugsanir sem þarfnast úrvinnslu og áminningar. Vandamálið er hins vegar að sjaldnast (aldrei) gefst tími til að vinna úr þessum þönkum.
- Kalla sjálfboðaliða til EINS árs í senn, leyfa þeim að hafa frelsi til að hætta eftir ár.
- Fyrir fræðsluefni handa börnum: Hvernig gerir Guð upp á milli þegar bæði liðin biðja um sigur í fótbolta.
- Nota Jesú-orðið meira í öllu starfi. WWJD.
- Hvernig þroskum við trúarlíf sóknarnefndarinnar, hvernig ávörpum við það?
- Nota Biblíuna sjálfa sem kennsluefni. Diane Jacobson (Luther Seminary) hefur skrifað Beginner’s Guide to the Books of the Bible. Sem ég hef ekki lesið.
- Fræðsla um samkynhneigð og Biblíuna í söfnuðum á Íslandi. Hvað segir Biblían í raun og veru.
- Hvaða áhrif hefur trú á þínar ákvarðanir? Vinnuspurning í fræðsluefni.
- Hvar í Biblíunnni hljómar kallið til okkar?
- Ekki byrja ný verkefni frá grunni, fjárfestu í fólki sem styður við verkefnið áður en hafist er handa. (e. Don’t start from zero, invest in people before you start!!!)
- Að velja (shopping) kirkju, söfnuð, prest, fyrir hjónavígslu er sami pakkinn hér í BNA en ekki eins og heima, þar sem fólk velur prest sér, kirkju sér og kemur síðan með sérsöfnuð í athöfnina.