Smærri athugasemdir

Þetta er síðasta færslan í bili um stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en þessir smávægilegu punktar komu upp í hugann við lesturinn.

  • Í kafla um eflingu menntunar er EKKERT talað um mikilvægi náms erlendis.
  • Í stefnuskránni er fullyrt að vímuefnaváin sé að aukast. Er þetta satt, eða hluti af “heimur versnandi fer” fullyrðingu.
  • Er ekki tekjutengdar bætur ekki ein af grunnleiðunum til að auka jöfnuð í samfélaginu. Af hverju eru Jafnaðarmenn svona uppteknir af því að afnema þessa jafnaðarleið?
  • Var ekki lögð ofuráhersla á að selja dreifikerfið með símanum á sínum tíma. Ætlar ríkisstjórnin aftur á þennan markað með að fullyrða að það vanti sæstreng. Hvað segja Sjálfstæðismenn um svona ríkisforsjá?
  • Hvað er átt við með eflingu almenningssamgangna? Á að byrja aftur að niðurgreiða flug um allt land?

Fleira er það nú ekki sem ég staldra við og hyggst færa hér til annáls.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.