Peningahvatinn

Ríkisstjórnin mun áfram kappkosta að virkja kraftinn í menningarlífi landsmanna því að menning er í senn vaxandi atvinnugrein, aflvaki nýsköpunar og mikilvægur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar.

Þegar ég las stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkistjórnar, þá voru það þessi orð sem ollu því öðru fremur að ég ákvað að greina nokkra þætti yfirlýsingarinnar. Menningarlíf er nefnilega fyrst og fremst drifkraftur atvinnulífs og söluvara, alla vega íslensk menning. Vitneskja, menntun og menningarstarf hefur gildi ekki sjálfs síns vegna heldur vegna þeirrar atvinnu sem skapast. Í þessum upphafsorðum stefnuyfirlýsingarinnar er tónninn sleginn. Síðar segir:

Ríkisstjórnin mun styðja menningu og listir sem mikilvægan hluta af aðdráttarafli landsins og vaxandi uppsprettu útflutningstekna.

Við lærum líka að efling Rannsóknasjóðs er gerð í því skini að auka útflutningstekjur og tryggja útrás íslenskra fyrirtækja.

Reyndar kemur fram síðar að það eigi að auka listnám, en við hljótum að álykta að það sé þá söluvænlegt listnám, hvernig svo sem það verður skilgreint. Ef til vill er hugmynd að fá Einar Bárðar til að taka yfir listaháskólann, hver veit.

One thought on “Peningahvatinn”

  1. Þarf eitt að útiloka annað hér Elli? Björk er t.d. engin Einar Bárðar en hún er líklega einhver besta tekjulind þjóðarinnar. Sigurrós hefur einnig verið að gera það gott og við eigum ágætis óperusöngvara. Staðreyndin er hins vegar sú að það hefur gengið erfiðlega að selja poppið út fyrir landssteinana.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.