Það eru nokkur vefpróf sem er hollt að taka reglulega til að skilja og sjá hvernig maður breytist með nýjum aðstæðum. Eitt þessara prófa er pólítíski áttavitinn (e. Political Compass.
Ég tók það síðast fyrir tæpum þremur árum og benti þá á að ég væri ekki jafn öfgafullur og Birgir, en það kynni að lagast. Það sem er kómískt er að dvöl mín í BNA nú síðustu eina og hálfa árið hafa lagað stöðuna nokkuð, og ég færst þónokkuð til vinstri enda erfitt annað í þjóðfélagi þar sem lögfræðingar og bókarar eru mikilvægustu starfsmenn heilbrigðiskerfisins og greiðsla fyrir barnabólusetningu fyrir 12 mánaða son minn, þýðir reikning upp á $750 og 7 símtöl til mismunandi fyrirtækja á sviði sjúkratrygginga sem öll hafa eitthvað að segja um hvað á að borga og hvað ekki þegar kemur að sjúkraþjónustu fyrir fjölskylduna.
Economic Left/Right: -5.13
Social Libertarian/Authoritarian: -5.54
„Ég skil ekki hvernig nokkur maður með venjulega meðalgreind getur kynt sér hið öfgafulla bandaríska þjóðfélag af sjálfsjón öðruvísi en verða sósíalisti.“
– Halldór Kiljan Laxness í formála 2. útgáfu Alþýðubókarinnar
Blessaður Elli, hæhæ ég er vinstrisinnaðri en þú samkvæmt þessu en ég næ þér ekki alveg í frjálslyndinu:
Economic Left/Right: -5.63
Social Libertarian/Authoritarian: -4.92