Í máli Kristins Jens gegn Prestsetrasjóði hlýtur neðangreind niðurstaða að teljast sú mikilvægasta:
Tilkoma sumarbústaðabyggðar felur án nokkurs vafa í sér varanlega breytingu á prestssetri, umhverfi þess og ásýnd og eru viðbætur við það. Er að mati dómsins engum vafa undirorpið að til þurfi atbeina stefnda til að sumarbústaðabyggð verði komið á fót í landi prestssetursins. Stefndi hefur fullyrt að stefnandi hafi ekki fengið leyfi stefnda til þess og hefur stefnanda ekki tekist sönnun um hið gagnstæða.
Á það sér í lagi við af tveimur ástæðum. Annars vegar að presti er ekki heimilt að nytja jörð þá sem hann hefur til umráða að vild án atbeina Prestsetrasjóðs. Hitt er að sögusögnum um að formaður prestsetrasjóðs og e.t.v. fleiri hafi jánkað sumarbústaðabyggð í landinu er hafnað sem ósönnuðum. Þessi niðurstaða er gleðifrétt fyrir Skógarmenn KFUM í Vatnaskógi, en kallar væntanlega á áfrýjun til Hæstaréttar.
Já þetta eru gleði fréttir og spennandi að sjá hvað gerist í kjölfarið. Vonandi sér kirkjan okkar þann augljósa hag sem er af því að láta Skógarmönnum eftir land Vatnaskógar og styðja þannig við bakið á því góða starfi sem þar er unnið. Enda vinna báðir aðilar að sama markmiði það er að boða trúna á Jesú Krist og persónulega tel ég að starfið í Vatnaskógi sé betur til þess fallið en “snobbkenndar” menningar – og listahátíðir.
Við skulum nú ekki flokka þetta sem svo að kirkjan sé að berjast á móti Vatnaskógi. Hér er aðeins einn af þjónum kirkjunnar sem lætur gamminn geysa!
Kirkjan hefur staðið dyggilega á bakið við starf skógarmanna gegnum tíðina en þetta mál er orðið heldur leiðinlegt. Það dapurlega í þessu máli er það að er ákveðin hópur klerka sem líta málið sömu augum og sá sem stefndi prestsetrasjóði og sá hópur virðist hávær.
Já, ég tek undir það að þetta er athyglisverð niðurstaða, þó svo að sjá mætti hana fyrir. Ekki eykst nú hróður Saurbæjarklerks við þetta. Hitt er svo allt annað mál hvort slíkt leiði til þess að Skógarmenn (þ.e. KFUM) fái land Vatnaskógar gefins af hálfu prestssetrasjóðs. Kirkjan er ekki það sama og KFUM og öfugt. Einnig tel ég eðlilegt að Skógarmenn borgi leigu af landinu. Það er ekki nóg að boða trúna á Krist til þess að fá allt gratis. Þá ætti þjóðkirkjan að láta kaþólsku kirkjuna njóta með sér arfinn af hinum fornu kirkjujarðeignum sem er grundvöllur að launum presta kirkjunnar og starfsmanna biskupsstofu auk alls fjármagnsins í sjóði þjóðkikrjunnar (þar sem þessar jarðeignir voru jú upphaflega tilkomnar í kaþólskri tíð) osfrv. Nema KFUM og Skógarmenn gerist aðilar að þjóðkirkjunni og gefi eigur sínar til hennar. Þá er auðvitað sjálfsagt að þið fáið skóginn fyrir ykkur og fjárhagslegt og stjórnunarlegt rekstarsjálfstæði innan þjóðkirkjubatterísins!
Það er varla hægt að líkja KFUM og kaþólsku kirkjuna saman. Í 1b.gr. laga KFUM & KFUK á Íslandi stendur: “Félagið starfar á grundvelli hinnar evangelísku lúthersku kirkju.” Ég leyfi mér að efast um að það samskonar grein sé að finna í lögum kaþólsku kirkjunnar þó ég þekki þá kirkjudeild ekki nægilega vel. Auk þess þá sækir yfirgnævandi meirihluti fermingarbarna þjóðkirkjunnar úr Reykjavíkur -og Kjalarnesprófastdæmum fermingarnámskeið á hverju ári á vegum Skógarmanna í Vatnaskógi.Tengsl KFUM og KFUK við þjóðkirkjuna eru meir en þig grunar. Langflestir sem eru í KFUM og KFUK eru í Þjóðkirkjunni og margir þeirra mjög virkir í starfi kirkjunnar.
Jú, þarna kemurðu með betri rökstuðning fyrir því að þjóðkirkjan láti Skógarmönnum eftir land Vatnaskógar, þ.e. vegna sameiginlegs trúboðs. Það að KFUM starfi á sama játningargrundvelli og þjóðkirkjan og langflestir meðlimar þess séu í kirkjunni, er samt sem áður ekki nóg til þess að hún fari að gefa Skógarmönnum þetta verðmæta land sem Vatnaskógur er. Þvert á móti er spurningin hvort ekki sé tími til kominn fyrir þjóðkirkjuna að fara að heimta leigu fyrir landið. Ekki veit ég til þess að fermingarbarnahópar njóti sérstaks afsláttar hjá Skógarmönnum vegna þessara liðlegheita kirkjunnar. Er það kannski svo?
Það er í það minnsta ekki gróðastarfsemi að reka kristilegar sumarbúðir.
Síðast þegar ég vissi átti ríkið land Vatnaskógar – hefur það breyst? Á Þjóðkirkjan einhvern hluta af Vatnaskógi til að ráðstafa að vild sinni?
Sumarbúðirnar í Vatnaskógi eru og hafa alla tíð verið í landi prestsetursins á Saurbæ sem er í sjálfu sér einhvers konar sjálfseignarstofnun sem lýtur stjórn Prestsetrasjóðs/ábúanda. Hins vegar leigði þáverandi ábúandi Skógrækt ríkisins landið til 99 ára gegn eingreiðslu um miðja síðustu öld og Skógarmenn KFUM áframleigðu af Skógræktinni.
Stendur hnífurinn í kúnni ekki einmitt þar, þ.e. um rétt ábúenda til að ráðstafa jarðnæði til 99 ára og síðan um rétt Skógræktarinnar til að áframleigja það? Veistu Elli hvort Skógarmenn greiði eitthvað til skógræktarinnar?
Skv. mínum upplýsingum sáu Skógarmenn um að greiða jafnvirði eingreiðslunnar til Skógræktarinnar sem síðan greiddi ábúandanum/prestsetrinu upphæðina og var á þeim tíma skilyrt að upphæðin rynni til verkefna á setrinu, hvað svo sem gerðist. Það er augljóst ef þessi nýi dómur verður staðfestur í Hæstarétti eða við hann verður unað að þáverandi ábúanda á Saurbæ var óheimilt að semja við Skógræktina/Skógarmenn á þennan hátt nema með vitund og vilja Kirkjumálaráðuneytisins (ígildi Prestsetrasjóðs á þeim tíma). Hins vegar verður að spyrja í málefnum Skógarmanna hvort þögn í fimm áratugi verði ekki að skoðast sem samþykki.
Annað sem hefur vakið athygli mína í málinu er að ábúandi fær 20% afslátt af leigu prestsetursins vegna ónæðis af Skógarmönnum KFUM. Ég veit að við erum þreytandi en svona þreytandi?
Ég veit reyndar ekki hvort þessi dómur nú hafi afturvirkt gildi, enda ekki hliðstæður sýnist mér. Hitt er svo allt annað mál að gjörningurinn fyrir 50 árum var auðvitað kolólöglegur því ábúandi (prestur í þessu tilviki) getur ekki ráðstafað eigum ábýlis síns (prestssetursjarðarinnar) nema í mesta lagi þann tíma sem hann situr jörðina. Þannig hefði þessi samningur átt að ganga til baka þegar við prestaskipti og ætti að geta gengið til baka hvenær sem jarðeigandi æskir þess. Málið er hins vegar auðvitað flókið vegna bygginganna sem standa þar og ljóst að kirkjan hefur ekki mikinn áhuga á, né fjárhagslega getu til, að kaupa byggingarnar í Vatnaskógi. En mæer finnst eðlilegt að Skógarmenn greiði leiga fyrir afnotin, sem gæti vel verið í formi afsláttar á fermingarnámskeiðum og annars konar afnotum kirkjunnar af svæðinu. En kannski er enginn vilji fyrir hendi af hvorugra hálfu til að fá þessi mál á hreint. Ef svo er ekki þá breytist ekkert og tómt mál að tala um slíkt.
Þar sem ég hef unnið sem ráðsmaður í Vatnaskógi og þekki aðeins til samskipta milli skógarmanna og skógræktarinnar. Er skógarmenn beðnir um að hirða skóginn og grisja hann á hverju ári. Er þetta unnið í samstarfi við skógræktina. Þannig er samningurinn milli aðilan og tel ég báða hagnast á þessu. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað meira inn í samningnum en þetta er allavena til staðar.