Þetta fólk vinnur með hag framtíðarinnar fyrir augum og er í fremstu röð þeirra landsmanna, sem eru að skapa íslendingasögu tuttugustu aldarinnar.
Síðan íslendingar hurfu frá landbúnaði og dreifbýli að stórum meirihluta og tóku sér bólfestu í þéttbýli, hafa þeir fundið sér nýja guði í dægurlagasöngvurum, kvikmyndaleikurum og íþróttafólki og dægurdvöl í sorpritum, kvikmyndahúsum og fleiri ónáttúrlegum hlutum. Hinum nýju hálfguðum er þröngvað upp á þjóðina með allri hugsanlegri nútímatækni. En löngu eftir að þeir eru allir og gleymdir vitna störf manna eins og Ketils á Finnastöðum um karlmennsku og framsýni, og þá verða menn þakklátir öllum þeim, sem gengu í lið með vorinu og gróandanum og gerðu landið betra en það áður var.(http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2653752)
Quotes
Nú ætla ég að segja þér sögu
Eitt sinn efndi konungur einn til veislu og bauð öllum fegurstu prinsessum ríkisins. Konungsdóttirin var þó fegurst þeirra allra. Varðmaður nokkur kom auga á hana og varð óðar yfir sig ástfanginn. En hvernig gat aumur varðmaður leyft sér að nálgast prinsessu? Continue reading Nú ætla ég að segja þér sögu