Kólussubréfið er oftast nær talið skrifað af Páli meðan hann sat í fangelsi. Þó hafa komið fram hugmyndir um að áhersla bréfsins á Jesú Krist sem frumburð sköpunarinnar og forsendu alls sem er, rými ekki endilega að fullu við guðfræðiáherslur Páls í þeim bréfum sem talin eru án vafa skrifuð af honum. Þannig telja sumir að bréfinu sé ætlað að gagnrýna gnósisma sem náði ekki fótfestu fyrr en á annarri öld og því sé ómögulegt að Páll sé höfundurinn. Hitt er þó vert að nefna að Kólussuborg, varð jarðskjálfta að bráð 61 e.Kr. og alls ekki víst að borgin hafi verið í byggð á annarri öld.