Ein af spurningunum sem hljóta að vakna vegna fjölmiðlafrumvarpsins er hvort eðlilegt sé að hefta eignarhald í fyrirtækjum.
Með tilmælum dagsettum 3. júní 2004 gáfu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins (FME) upp viðmiðunarreglur fyrir fjármálafyrirtæki um eignharhald þeirra. En skv. lögum nr. 161 frá 2002 er fjármálafyrirtækjum óheimilt að eiga í rekstri öðrum en þeim sem sérstaklega er tiltekinn í lögunum. Reyndar með fyrirvaranum:
Viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum er því aðeins heimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem um getur í þessum kafla að það sé tímabundið og í þeim tilgangi að ljúka viðskiptum eða til að endurskipuleggja starfsemi viðskiptaaðila. Tilkynning hér að lútandi skal send Fjármálaeftirlitinu.
Viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum er heimilt að yfirtaka eignir til að tryggja fullnustu kröfu. Eignirnar skulu seldar jafnskjótt og hagkvæmt er. (22. grein)
Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að upplýsingar fjármálafyrirtækja veita þeim forskot í samkeppni á opnum markaði. Þegar þessi lög voru samþykkt spruttu ekki upp neinar deilur. Eins höfum við ekki séð nein viðbrögð við því að embættismenn FME herði þessar reglum um eignarhald og miði eftirlit sitt við 5% eign í stað 10% áður.
Lögin um að takmarka eignarhald fjármálastofnanna í öðrum fyrirtækjum og hertar reglur um eftirlit hafa ekki kallað á nein mótmæli en þau voru samþykkt á Alþingi í desember 2002. Ég get reyndar ekki staðfest að Ólafur [breytt] hafi undirritað þau.