Hirzlan

Við hjónin höfum stefnt að því í rúmlega ár að kaupa okkur fataskáp. Í dag fórum við svo í annað sinn í stórleiðangur til fataskápakaupa.

Eftir að hafa skoðað ódýra fataskápa í Rúmfatalagernum, Húsgagnahöllinni, IKEA og víðar þá komumst við í annað sinn að þeirri niðurstöðu að Hirzlan í Garðabæ væri rétta verslunin til að skipta við. Það sem skipti hvað mestu máli var að þeir höfðu sömu vöru og t.d. Húsgagnahöllin og einhver verslun í Síðumúla. Þeir höfðu hins vegar framyfir persónulega og góða þjónustu og lágt verð. Við komum tvisvar í Hirzluna í dag og töluðum við sinn hvorn sölumanninn en viðmót þeirra beggja var algerlega til fyrirmyndar. Þeir höfðu áhuga á að selja okkur skápa, útskýrðu á skýru máli hvað væri í boði og ráðlögðu okkur um hitt og þetta. Þannig mynduðu þeir sterkan kontrast við starfsmann Húsgagnahallarinnar í síðustu viku sem gerði okkur ljóst strax í upphafi að við værum að trufla hann í mikilvægu samtali við félaga sinn, missti þann litla áhuga á okkur sem þó var til staðar þegar hann heyrði að við værum að leita að ódýrum skáp og sýndi engan áhuga á að svara spurningum um mismunandi útfærslur á skápunum.

Það er ljóst að viðskiptamódel Hirzlunar, mjög fáar ódýrar vörutegundir með miklum útfærslumöguleikum og persónuleg þjónusta sló í gegn hjá mér í dag.

4 thoughts on “Hirzlan”

Comments are closed.