Hlutverk Levíta er skilgreint enn frekar hér í 3. kafla. Eftir andlát tveggja sona Arons, taka levítar að sér helgihaldshlutverkið, stíga inn í stað allra frumburða Ísraelsmanna.
[Guð hefur] sjálfur greint Levíta frá öðrum Ísraelsmönnum.
Ólíkt fyrri tveimur köflum 4. Mósebókar er fullyrt að Levítar hafi einnig verið taldir. En þetta er ekki talning á vopnfærum mönnum yfir tvítugu, heldur á öllum karlmönnum eldri en eins mánaða gömlum, en þeir voru 22.000 talsins. Þessi fjöldi er síðan borinn saman við frumburði annarra Ísraelsmanna sem reynast 22.273.
Hlutverk Levítana er að vera undir Guði, annast helgihaldið fyrir þjóðina alla. Þeirra er að taka yfir hlutverk frumburða hverrar fjölskyldu þegar kemur að samskiptum við Guð. Við munum sjá síðar hvernig þessi aðgreining Levíta frá öðrum Ísraelsmönnum felur í sér bæði réttindi og skyldur.