Við erum enn í sögunni um boðorðin frá Guði, nema hvað hér er sagt frá því að fólkið hafi farið að lengja eftir Móse á fjallinu. Guðdómur Móse er gefin í skin, enda kallar fólkið til Arons:
Komdu og búðu til guð handa okkur sem getur farið fyrir okkur því að við vitum ekki hvað varð um þennan Móse, manninn sem leiddi okkur út af Egyptalandi.
Aron bregst snarlega við óskum fólksins og byggir gullkálf úr skartgripum fólksins, sem þau tigna sem Guð í stað Móse.
Samtal YHWH og Móse er áhugavert þar sem þeir deila um viðbrögð við skurðgoðadýrkuninni. YHWH snöggreiðist samkvæmt textanum, en hættir jafnskjótt við áform sín um að eyða Ísraelsþjóðinni allri fyrir óhlýðni. Það fer samt svo að levítar í hópi Ísraelsmanna fara um svæðið og myrða bræður, vini og nágranna að skipan og með blessun Móse (og Guðs).
Það liggja 3000 manns í valnum eftir atburðinn, en Móse telur sér skylt að leita fyrirgefningar YHWH vegna smíði gullkálfsins. YHWH segir honum að leiða fólkið áfram, en atburðurinn sé geymdur en ekki gleymdur.
One thought on “2. Mósebók 32. kafli”