Líkt og 46. kafli og næstu fimm kaflar er þessi að mestu leiti í bundnu máli. Einkenni þessara kafla er að þeir lýsa spádómum Jeremía um einstaka hópa eða ættbálka fyrir botni Miðjarðarhafs. Síðasti kafli lýsti þannig afdrifum Egypta, en þessi fjallar um endalok filistea þegar Babýloníukonungur mun leggja landið í eyði.