Trúfastir drengir mæta allt af stundvíslega og láta ekkert hindra sig, sem þeir geta ráðið við. Jafnvel skautasvell á tjörninni lokkar ekki hina trúföstu frá að koma. Marga drengi langar auðvitað í „Bio”, en þegar sýningar eru kl. 5 dettur þeim ekki í hug að fara. Því þeir vilja ekki missa af fundinum. Á Y-D-fundum eru allt af um 200 drengir og opt upp í 300. Fundurinn er úti venjulega kl. 5 1/4 – Allir ganga út reglubundið, hver sveit fyrir sig. Aðaldeildarmenn gætu við og við heimsótt Y-D. Þeir mundu hafa gleði af þvi sjálfir og drengirnir gleðjast af góðri heimsókn. (Mánaðarblað KFUM 1. árg. 12. tbl., desember 1926)
Sumt breytist víst seint.