Spádómsbók Jeremía lýsir viðvörunum spámannsins og áminningu til landa sinna, en ekki síður fjallar hún um glímu spámannsins við sjálfan sig og köllun sína. Þannig sér spámaðurinn þörfina á að boðskapurinn sem hann telur sig hafa frá Guði heyrist, en óskar sér þess að hann þurfi ekki að sjá um flutninginn. Jeremía telur sannleikann mikilvægari en eigin velferð, þó það sé alls ekki alltaf auðvelt.
Eftir að ritari tímasetur líf Jeremía Hilkíasonar á tímabilinu milli fyrri og síðari Herleiðingarinnar, eða á árabilinu 597-587 f.Kr. hefst glíma Jeremía.
Hann veit sem er að hann á að fara og benda á misgjörðir samfélagsins, hann upplifir köllun sína sem Guðs útvalningu, en Jeremía upplifir sig takmarkaðan, “ég er enn svo ungur.” Guð lofar Jeremía ekki auðveldu lífi, fullyrðir að á hann verði ráðist, en hlutverk hans sé að tala sannleikann og hjálpa þjóð sinni að horfast í augu við stöðu sína.
2 thoughts on “Jeremía 1. kafli”
Comments are closed.