Sagan af Kain og Abel er margþætt. Á persónulegum nótum lýsir hún, öfund og ólund, glímir við reiði, sorg og eftirsjá. En hún er líka saga um spennu á milli akuryrkjusamfélaga með fasta búsetu og hirðingjasamfélaga. Ef til vill á sagan uppruna sinn í akuryrkjusamfélagi með léleg landgæði, sem hrekst frá einum stað á annan. Hugsanlega er hér um að ræða réttlætingu á því að til séu landlaus samfélög. Síðari hluti kaflans gerir síðan grein fyrir tilvist margvíslegra menningarhópa í frjósama hálfmánanum, þar sem í senn er gerð grein fyrir sérkennum þeirra og minnt á að þau eiga sér sameiginlegan uppruna.