En kannski er Kringlan við hæfi. Er ekki verslunarmiðstöðin einhvers konar kirkja markaðssamfélagsins? Hof markaðshyggjunnar? Þangað förum við snemma á sunnudagsmorgnum. Messan er útsala. Fyrir framan afgreiðslukassann bíðum við í röð eins og í kapítalískri altarisgöngu. Líkami Krists eru Diesel-buxur og Nike-skór; pulsa og kók. Fyrirgefning syndanna, hugarró sóknarbarnsins. Ég er neytandi og kirkjan mín er Kringlan. (Af Múrnum, 8. júlí 2006)