Opinberunin

Opinberunin, ef hún þá er til staðar, er opinberun á Kristi sjálfum, miklu fremur en opinberun þeirrar kennslu sem hann veitti. Sú trú sem fyrstu áhangendur hans töldu sig frelsast vegna, var ekki byggð á samþykki á staðhæfingum um Jesús sjálfan eða samþykki á öllu því sem hann hafði kennt í orðum um Guð og mannkyn, þrátt fyrir að það sé órofa hluti trúar þeirra. Trúin sem þau töldu veita frelsi var persónulegt traust á persónulega nálægð Jesús, kærleika hans og kraft. Kenningar og játningar gegndu mikilvægu hlutverki í að benda á hann, í trausti til hans sem veitt hafði áhangendum sínum frið. Kenningarnar og játningarnar voru ekki sjálfar opinberunin, heldur vörður sem leiðbeindu að þeim stað þar sem opinberunina var að finna. (William Temple, Nature, man and God; MacMillan & co. 1940: bls. 311-312)

Þýðing mín frá 1996.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.