Það er áhugavert hvernig hugtökin vinstri-hægri hafa tilhneigingu til að breyta merkingu eftir hentugleika þess sem tjáir sig. Skrif eins ummælamanns á vef Binna útskýra þetta vel.
Sérkennilegar umræður hérna. Maður gæti haldið að þetta væri heimasíða Heimdallar, svo mikil hægri slagsíða er á þeim sem hér eiga eigin síðu.
… ættu hægri bullurnar á annall.is að hafa góðan tíma til að koma sérskoðunum sínum …
Þessi ummæli falla í umræðum um Fjölmiðlafrumvarpið. Það sem hér er sérkennilegt að hægri slagsíðan að mati ummælaritara fellst í því að aðhyllast lagasetningu á fyrirtæki og opinbert aðhald með auðmönnum. Ég lít reyndar ekki svo á að það að vera hægri maður eða vinstri maður sé í sjálfu sér skammaryrði, þó ummælaritari telji svo vera. Hins vegar vekur það vissulega athygli að hann skuli leggja þessa merkilegu merkingu í hugtökin.
Þá er merkilegt að hann skuli bendla þá annálamenn sem hafa bent á jákvæða þætti frumvarpsins, við unga Sjálfstæðismenn en sjálfstæðisungmennin hafa einmitt gagnrýnt ofangreint frumvarp, sbr. ályktun SUS og skrif á vefÞjóðviljanum. Staðan er nefnilega sú að í umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið sjáum við hvernig hugsjónir og stefna stjórnmálaafla hverfur fyrir persónulegu skítkasti og dónaskap. Hugmyndum um frelsi er fórnað fyrir hefndir og hugmyndum um jafnræði fórnað fyrir, … já fórnað fyrir hvað?
Og svo eru snillingar til sem ögra þessum hægri og vinstri skilgreiningum, eins og nafni þinn Edward Said. Hann lagði til að vinstri og hægri væri úrelt um leið og hann ögraði klisjukenndum umræðum um austrið og vestrið. Annað sem þú finnur nóg af hjá umræddum ummælaritara:-)
Sorrý, hélt þú værir edward;-)
Fórnað fyrir nýkonservatívisma, eins og þinn?
Hef reyndar aldrei gefið upp eiginlegar skoðanir mínar í pólítík hér…en veit að klerkurinn hefur þessa tilhneigingu að setja fólk á staði sem það aldrei kom á. Get upplýst þó að ég fylgi Edward Said að málum í fjarskalega mörgu og hann var allt annað en ný eða gamal konservatívur….og svo var hann alltaf stórkostlega málefnalegur í ástríðu sinni. Hitti hann einu sinni og er ekki söm síðan frekar en margir sem til hans þekkja.
Þekktu. Hann er nýlega látinn úr hvítblæði eins og ég býst við að annálaritarar viti. Heimurinn er sorglegri fyrir bragðið.
Torfi opnaði augu mín með færslu sinni áðan. Ef horft er til framkvæmda Björns og Davíðs undanfarna mánuði má sjá mjög merkilega stefnu”breytingu” sem auðveldlega má samsama þeirri stefnu sem í BNA er kölluð nýkonservatismi, tilhneyging miðaldra giftra hvítra karlmanna til að verja vígið sem þeir hafa byggt sér. Innflytjendafrumvarpið, frumvarp um hleranir og áhersla á veru hersins eru dæmi um þetta. Eins má horfa á fjölmiðlafrumvarpið í þessu ljósi og dæma það þannig úr leik. Hins vegar er fjölmiðlafrumvarpið að mínu mati fjölþættara en svo, því það rekur í raun fleig í gegnum samstöðu hvítra giftra miðaldra karlmanna og skilur að auð og völd í einhverjum skilningi. Af þeim sökum er frumvarpið að mínu mati mikilvægt.
Ja, hérna! Hvorum skal fyrst svara? Gunný! Hvernig væri að skrifa um Said á þinni síðu? Ég hef áhuga. Þú skrifar oft ágætlega, en ekki þegar þú hættir þér í þrasið. Einmitt Elli! Konservativísminn varð nýr á Íslandi er Bubbi var kóngur á Herranótt og formaður nemendafélags MR. Það voru viðbrögð hægri manna við ´68-byltingunni. Við súpum seiðið af því í dag, rétt eins og Kanagreyin. Fjölmiðlafrumvarpið rekur engan fleyg hér inn, heldur þvert á móti. Því er ætlað að styrkja “ættarveldið”, viðhalda valdastöðu nýkonseratívismans på kjære Island! Þess vegna er mikilvægt að stoppa það. Amen!