Sumum finnst trúin vera farvegur hins gamla, jafnvel úreltra sjónarmiða. Þeim finnst trúin vera sá vettvangur í lífi mannsins þar sem hann varðveitir og stendur vörð um það sem alltaf hefur verið, þar verjist maðurinn nýrri þekkingu og nýju áreiti og þar að auki sé trúin og trúarbrögð almennt oft gróðrarstía fordóma og jafnvel ofstækis.
Oft getur svo verið, en er það þá ekki vegna þess að maðurinn sjálfur, lokaður inni í sínum litla heimi, hefur lagað trúarbrögðin nað sjálfum sér, þetta þekkjum við úr kristinni trú ekki síður en öðrum trúarbrögðum.Þegar betur er gáð til sögu og samtíðar er trúin einmitt farvegur hins nýja, hún er umbyltandi afl sem losnar sífellt úr læðingi, endurskapandi kraftur sem ögrar kyrrstöðu og fastheldni við það sem úr sér er gengið aftur og aftur með ýmsum hætti í tvöþúsund ár. Þegar við horfum á Jesúm og lærisveina hans leynir það sér ekki að þar er hópur sem vill leysa manninn úr lokuðum heimi til nýs skapandi og gefandi lífs.
Gunnar Kristjánsson flutti áhugaverða prédikun í Útvarpsmessu á Páskadegi. Um þessar mundir er ég einmitt að lesa Jim Wallis og vangaveltur hans um áhrifamátt/máttleysi trúarinnar.
Já, flott prédikun. Gunnar er sífellt að verða róttækari! Gott hjá honum að vitna í rauða Rudi og ´68-byltinguna. Hún hefur haft meiri áhrif á nútíma samfélag en flesta órar fyrir.