Það er áhugavert í upphafi 4. Mósebókar að Guð segir hverjir eigi að vera leiðtogar hópsins, en um leið kemur fram að þeir hafi verið valdir af söfnuðinum. Aðgreiningin milli vilja Guðs og vilja safnaðarins er ekki alltaf skýr í textum Torah.
Annars er áherslan í þessum fyrsta kafla á manntal, þ.e. hversu margir vopnfærir menn yfir tvítugu væru í hópnum. Það er mikilvægt að nefna að fram kemur að Levítar, þeir sem önnuðust helgihaldið eru ekki taldir hér með, heldur voru undanþegnir herskyldu. Þeirra hlutverk var aðgreint frá öðrum. En niðurstaðan er ljós, fjöldi vopnfærra manna yfir tvítugu er 603.550.