Nahúm 2. kafli

Guð sem gerir upp á milli, er Guðsmynd Nahúm. Annar kaflinn hefst á fallegum orðum.

Sjá á fjöllunum fætur fagnaðarboðans,
þess er friðinn kunngjörir.


En friðurinn er ekki fyrir alla, íbúar Níneve mega búast við að búa við gripdeildir, þurfa að flýja heimili sín,

Auðn, eyðing, gereyðing!
Huglaus hjörtu, titrandi kné,
skjálfandi lendar, litverp andlit.

Þín vitja ég, segir Drottinn allsherjar,
læt vagna þína eyðast í eldi
og ungviði þitt verða sverði að bráð.

Spádómur Nahúms (Huggarans) kallast á við frásögu Jónasar. Nema hvað, Níneve varð eyðileggingunni að bráð. Spádómur/lýsing Nahúm rættist.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.