Að segja skilið við hið jarðbundna er ekki forsenda lífs okkar í Kristi, heldur afleiðing þess að eiga trúna á Krist.
Íklæðist því eins og Guðs útvalin, heilög og elskuð börn hjartagróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum. …
Látið frið Krists ríkja í hjörtum ykkar því að Guð kallaði ykkur til að lifa saman í friði sem limi í einum líkama. Verið þakklát.
Síðari hluti þessa kafla er ögn erfiðara að takast á við. Páll gengur enda út frá að samfélagsskipan sé óumbreytanleg og því sé hlutverk hinna kristnu að lifa og starfa innan þess samfélagsmynstur sem er við líði. Þannig kallar hann konur til undirgefni, karla til að elska, börn og þræla til að hlýða og í upphafi fjórða kafla þrælahaldara til sanngirni.
Páll leggur því áhersluna á kærleikur Guðs skíni í gegnum öll okkar verk, en lætur liggja á milli hluta spurningar um jarðneskt réttlæti og jafnrétti. Það er auðvelt að gagnrýna þessa nálgun Páls, sér í lagi í samfélögum þar sem réttlætið og jafnréttið er meira, en þá má samt ekki gleyma að Páll kallar ekki einvörðungu þá sem minna mega sín til ákveðinnar hegðunar, hann beinir orðum sínum líka til karla og þrælahaldara. Það er nauðsynlegt að sjá vers 18 og 19 í samhengi við hvort annað. Það á einnig við vers 20 og 21 og eins vers 3.21 og 4.1.
Það er og mikilvægt að muna að textar Biblíunnar eru ekki skrifaðir í samfélagslegu tómarúmi. Ákall Páls til þrælahaldara um réttlæti og sanngirni, var e.t.v. eins mikil róttækni og möguleg var í því samhengi sem ritið var skrifað.
>Síðari hluti þessa kafla er ögn erfiðara að takast á við.
Hvað er svona erfitt? Höfundur þess kafla vildi bara að börn, konur og þrælar væru hlýðin. Finnst þér líka “[erfitt] að takast á við” svipaðan texta sem er ekki í biblíunni?