Það var óljóst hver ég var í 63. kaflanum, en hér er það alveg skýrt. Það er Guð sem talar hér, Guð sem birtist mönnum ítrekað.
Ég sagði: „Hér er ég, hér er ég,“
við þjóð sem ákallaði ekki nafn mitt.
Guð birtist stöðuglega, stendur með þjóð sinni, breiðir út hendur sínar. En þjóðin fer sína eigin leið. Er of góð fyrir skapara sinn.
Þeir segja: „Vertu þar sem þú ert,
komdu ekki nærri mér því að ég
er of helgur fyrir þig.“
Það verður samt bara vegna náðar Guðs sem að allt verður nýtt. Þeir sem hafna Guði munu verða illskunni að bráð,
[Þ]ví að ég hrópaði en þér svöruðuð ekki,
ég talaði en þér hlustuðuð ekki
heldur gerðuð það sem var illt í augum mínum
og völduð það sem mér þóknaðist ekki.
Þau hin sem leituðust við að treysta Guði, fylgja orðum skaparans, þeirra bíður nýtt líf.
Sjá, ég skapa nýjan heimin og nýja jörð
og hins fyrra verður ekki minnst framar
og það skal engum í hug koma.
…
Áður en þeir hrópa mun ég svara
og áður en þeir hafa orðinu sleppt
mun ég bænheyra.
Úlfur og lamb verða saman á beit,
ljón mun bíta gras eins og naut
og mold verða fæða höggormsins.
Hvergi á mínu heilaga fjalli
munu þau vinna mein né gera skaða,
segir Drottinn.