Takturinn hjá deutoro Jesaja er annar en hjá proto Jesaja. Í stað umfjöllunar um yfirvofandi árás, uppgang og niðurlægingu stórþjóða og annarra smærri, þá horfir Deutoro Jesaja til vonarinnar. Þrátt fyrir núverandi ástand, þá á Ísraelsþjóðin framtíð.
Ég, Drottinn, kallaði þig í réttlæti
og held í hönd þína.
Ég móta þig,
geri þig að sáttmála fyrir þjóðirnar
og að ljósi fyrir lýðina
til að opna hin blindu augu,
leiða fanga úr varðhaldi
og úr dýflissu þá sem í myrkri sitja.
Ég er Drottinn, það er nafn mitt,
og dýrð mína gef ég ekki öðrum
né lof mitt úthöggnum líkneskjum.
Textarnir eru textar fyrirheitanna, þrátt fyrir útlegð, fjötra og fangelsi þá hefur Guð áætlun fyrir þjóðina, þetta verður ekki alltaf svona.