Köllunarfrásaga Jesaja er megininntak þessa kafla. Ég hef fjallað um muninn á köllunarfrásögn Jeremía og þeirri sem við sjáum hér m.a. á Fræðslukvöldi um Biblíuna. Megineinkenni þessarar sögu er upphafinn, fjarlægur Guð og formlegt helgihald. Guð sem kallar Jesaja er þannig Guð musterisins.Guð sendir Jesaja ekki til þess að kalla fólk til iðrunar, heldur til að segja sannleikann um yfirvofandi hrun. Hrun sem er óumflýjanlegt.