Það er ekki gott að vera fullur í vinnunni og með sítt hár. Hvað þá ef fötin hanga lauslega á þér og vinnan felst í því að undirbúa eld fyrir fórnarathafnir. Kaflinn hér fjallar um reglur fyrir presta, sem fylgja í kjölfarið á dramatískum viðburði þar sem Nadab og Abíhú synir Arons, brenna til bana.
Allt er vilji Guðs, í guðfræði prestanna, þannig að dauði Nadab og Abíhú er túlkaður í því ljósi. Aron leitar svara í eigin gjörðum. Hvað hefði hann getað gert til að halda Guði góðum?
One thought on “3. Mósebók 10. kafli”