Eftir að hafa fjallað almennt um sekt og synd, heillafórnir og rekstarforsendur altarisþjónustunnar. Þá er komið að almennri löggjöf þar sem musterisþjónar hafa hlutverk löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Enginn upplýst þrískipting stjórnvalds til staðar í þessu samfélagi.
Það er áhugavert að löggjöfin hefst á brotum valdsmanna. Fyrst er talað um brot presta sem framin eru af vangá, því næst brota samfélagsins sem heildar, þá um brot leiðtoga og loks brot alþýðufólks. Hér er í öllum tilfellum talað um brot af vangá og í tilfelli presta- og samfélagsbrota er gert ráð fyrir að öllu dýrinu sem fórnað er sé eytt. Í tilfelli leiðtoga og alþýðufólks er ekki nefnt að kjötinu sé eytt, sem virðist benda til að það hafi runnið til prestanna.