Og hafi einhver haft efasemdir um að þessi síðari frásögn af boðorðagjöfinni væri ættuð úr ranni prestlegu hefðarinnar, þá er það óþarfi. Ávarp YHWH til Móse hefst nefnilega á þessum orðum:
Segðu Ísraelsmönnum að þeir skuli færa mér afgjald. Þið skuluð færa mér afgjald frá hverjum þeim manni sem lætur það af hendi af fúsum vilja. Þetta er afgjaldið sem þið skuluð taka af þeim: gull, silfur og eir, bláan og rauðan purpura og skarlat, fínt lín og geitahár, rauðlituð hrútsskinn og höfrungahúðir, akasíuvið, olíu á lampann, kryddjurtir í ilmolíu og ilmandi reykelsi, sjóamsteina og steina til að greypa í hökulinn og brjóstskjöldinn.
Þeir skulu gera mér helgidóm svo að ég búi mitt á meðal þeirra.
Það er ekki alveg að ástæðulausu að fólk hefur oft efasemdir um markmið og leiðir skipulagðra trúarbragða. Þetta virðist nefnilega svo oft snúast um stöðu og rétt hina sjálfskipuðu fulltrúa Guðs.
Textinn snýst allur um gull, rétt form og nákvæmlega rétt útfærð helgihaldstól. Andstæðan við orðin í 20. kaflanum er fremur augljós áminning um að textar Mósebókanna (Torah) spretta úr mismunandi hefðum.
Þið skuluð ekki gera ykkur guði úr silfri og þið skuluð ekki gera ykkur guði úr gulli. Þú skalt gera mér altari úr mold og á því skaltu slátra brennifórnum þínum og heillafórnum, sauðfé þínu og nautum. Á hverjum þeim stað, þar sem ég læt nefna nafn mitt, mun ég koma til þín og blessa þig. En viljir þú gera mér altari úr grjóti skaltu ekki hlaða það úr tilhöggnum steinum. Ef þú vinnur þá með meitli vanhelgarðu þá. (2M 20. kafli)
One thought on “2. Mósebók 25. kafli”