Það er augljóst að 11. kaflinn er samsettur úr fleiri en einni heimild. Megininntakið er þó boðun tíundu plágunnar. Dauði allra frumburða í Egyptalandi er sagður yfirvofandi og kallast sú plága á við boð faraó í fyrsta kafla bókarinnar um að myrða skuli öll sveinbörn Ísraelsmanna.
Ísraelsmenn eru hvattir til að kalla til sín allar eigur, enda sé uppgjörið í nánd.