Upplifun Jeremía er af samfélagi vantrausts, lyga og blekkinga. Sannleikurinn hefur orðið eiginhagsmunum að bráð. Ekki er hægt að treysta bræðrum, vinir hafa gerst rógberar. Jeremía sér kúgun og svik gegnsýra samfélagið sem hann tilheyrir. Hrunið er yfirvofandi, óumflýjanlegt og væl þeirra sem sviku, prettuðu og lugu í kjölfar hrunsins er jafn fyrirsjáanlegt. Af hverju ég, spyrjum við, eftir að hafa kallað yfir okkur hremmingarnar.
Hinn vitri hrósi sér ekki af visku sinni, hinn sterki hrósi sér ekki af afli sínu og og hinn ríki hrósi sér ekki af af auði sínum. Nei, sá sem vill hrósa sér hrósi sér af því að hann sé hygginn og þekki mig.
Því að ég Drottinn, iðka miskunnsemi, rétt og réttlæti á jörðinni, á því hef ég velþóknun, segir Drottinn.
Það að þekkja Guð í huga Jeremía er að láta sjálfsmynd sína skína af miskunnsemi, rétti og réttlæti.