Ljóðaljóðin 8. kafli

Konan óskar sér að hún ein hafi aðgang að elskhuga sínum. Elskhuginn virðist ekki vera Salómon eins og ég taldi áður, og e.t.v. má spyrja sig hvort að texti sem virðist ganga út frá því að elskhuginn hafi fleiri konur geti talist líkleg hjónavígslulitúrgía.

Ég veit það ekki, hitt veit ég þó að það er magnað hvernig trúarbrögð sem hafa þennan texta sem hluta af ritningum sínum, skuli geta hafa gert kynlíf að jafnmiklu tabúi og raun ber vitni í sögu kristinnar kirkju.