Ástarjátningarnar halda áfram. Það er sjálfsagt margt táknrænt þar að finna, ég rek augun í að rúsínukökur eru á meðal þess sem brúðurin borðar. Þessi tilvitnun gefur til kynna að textinn sé e.t.v. ekki upphaflega úr Jahve hefð, enda er rúsínukökuátt tengt skurðgoðadýrkun í einu spádómsriti Gamla testamentisins (sjá betur síðar).
Á sama hátt má sjá í 2. kaflanum vísanir til frjósemisdýrkunar, m.a. í vísunum til vorsins, þegar lífið vaknar, þegar elskhuginn kemur af fjöllum.
One thought on “Ljóðaljóðin 2. kafli”
Comments are closed.