Galatabréfið 6. kafli

Við eigum að leitast við að leiðrétta hvort annað. Við eigum að stunda sjálfskoðun, koma fram af hógværð og gera gott. Það stingur reyndar í augun þegar Páll segir “einkum trúsystkinum okkar.” Þó má benda á að hann notar “einkum,” ekki “einungis” eða “bara”. Það er samt spurning hversu mikil huggun það er.

Páll talar um að verk umskurnarinnar séu tilraun til að sýnast, gera sig meiri en aðra. Aðferð til að kalla fram samanburð. En það eina sem við eigum að hrósa okkur af er að vera Guðs börn. Ekkert annað skipt í raun máli.