Nýtt líf Ísraels (aka Jakobs) byrjar vel. Hann sættist við Esaú bróður sinn og kemur sér fyrir á ný í fyrirheitna landinu. Enn heyrum við staðarnöfn sem eru/eiga/ættu að vera á valdi Ísraelsþjóðarinnar.
Við lesum líka að trúariðkun Ísraels fær á sig formlegri blæ og hentugleikahugmyndir hans um Guð virðast víkja fyrir altarinu sem hann reisir við Síkemborg í Kanaanslandi og nefnir El-elóhe-Ísrael (Guð er Guð Ísraels).
Þar sem þú hefur gert greinarmun áður í þessari yfirferð, þá mætti auðvitað benda á að þetta er: “El er guð Ísraels”.
Og ég skil ekki þessa notkun þína á stórum staf þegar þú ert almennt að tala um guði (auðvitað heldur ekki þegar þú ert að fjalla um guðinn þinn).
Þetta er reyndar mjög mikilvæg ábending og ég þakka fyrir hana.