Það er gospelpoplag sem ég hlusta stundum á sem er alveg rosalega grípandi, en guðfræðin óþolandi röng. Þegar MercyMe syngur “I Can Only Imagine” þá langar mig að syngja með, um leið og sjálfhverfan í söngnum fer í mínar fínustu taugar. Spurning Filippusar er eldri útgáfa af MercyMe villunni, hugmyndinni um að ef við bara sjáum Guð/Jesús þá verði allt æðislegt.
Svar Jesú til Fillipusar er að hann sjálfur sé á staðnum, er það ekki nóg. Hvað er þá nóg? Svar Jesú til okkar er að við eigum að sjá Guð í náunga okkar (sjá ítarlegri umfjöllun þegar kemur að hinum guðspjöllunum).
—
Samtal Jesús við lærisveinanna er fremur tormelt, spurningar lærisveinanna virðast jarðbundnar og blátt áfram en svör Jesús virðast fremur háfleyg. Við sjáum enn áhrif útvalningarkenningarinnar, sumum virðist ætlað að trúa, en öðrum ekki. Þeir sem trúa leitast við að gera vilja Guðs, leitast við að elska hvort annað, finna styrk hjá “öðrum hjálpara” (aka Heilögum anda). Þau sem hafa traust til Guðs hafa ekkert að óttast skv. Jóhannesarguðspjalli. Fyrir þau sem ekki er ætlað að trúa, þá eru hugmyndir um Heilagan anda og traust til Guðs marklausar, en Jesús leggur að lærisveinum sínum að sína öllum elsku (Guðs).