Jóhannesarguðspjall 5. kafli

Ef ég vissi ekki betur gæti ég haldið að hæstaréttardómararnir sem skrifuðu ályktunina um  Stjórnlagaþingskosningarnar á Íslandi hafi verið staddir við laugina Betesda hjá Sauðahliðinu í Jerúsalem fyrir 1980 árum síðan. Viðbrögðin eru alla vega kunnugleg.

Jesús segir við hann: „Statt upp, tak rekkju þína og gakk!“ Jafnskjótt varð maðurinn heill, tók rekkju sína og gekk.
En þessi dagur var hvíldardagur og menn sögðu við hinn læknaða: „Í dag er hvíldardagur. Þú mátt ekki bera rekkjuna.“
Hann svaraði þeim: „Sá sem læknaði mig sagði við mig: Tak rekkju þína og gakk!“
Þeir spurðu hann: „Hver er sá maður sem sagði þér: Tak hana og gakk?“

Enn á ný minnir Jóhannesarguðspjall okkur á róttækan boðskap Jesús. Hann hikar ekki við að ráðast að musterissölumönnunum, hann gagnrýnir trúfélagseigendafélagið, hann hangir með vitlausu fólki og núna fer ekki eftir bókstafstúlkun á lögmálinu.

Til að bæta gráu á svart bendir hann guðfræðingunum á að þeir leiti ekki eftir Guðs vilja heldur einvörðungu eftir viðurkenningu hvors annars. Hann virðist jafnvel halda því fram að þeir einu sem eigi ekki náð Guðs vísa séu þeir sem telja sig hafa einkarétt á Guði. Það er e.t.v. ekkert skrítið að trúarleiðtogarnir hafi viljað losna við hann.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.