Það er átakanlegt að lesa um skýrslu ríkisendurskoðunar um uppgjör við áfanga- og meðferðarheimili. Þessi klausa úr frétt Morgunblaðsins (Dökk skýrsla um Árbótarmálið – mbl.is) er sér í lagi sár.
Ríkisendurskoðun segir að inn í samningsferli ráðuneytisins og Árbótar, þar sem var rekið meðferðarheimili, hafi blandast „augljós afskipti einstakra þingmanna Norðausturkjördæmis, m.a. fjármálaráðherra. Telja verður að þau afskipti hafi að einhverju leyti veitt málinu úr faglegum farvegi og inn í hreinar samningaviðræður um bætur til heimilisins,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Bent er á tölvupósta ráðherra í þessu sambandi.
Í einhverjum löndum væri misnotkun ráðherravalds og inngrip í ákvarðanatöku á þennan hátt kallað klíkuskapur og upp kæmu kröfur um afsögn. En á Íslandi á það auðvitað ekki við, því við gerum þetta öll þegar tækifæri gefst.