Neysluviðmiðið

Ég ákvað í dag að gefa mér tíma og skoða reiknivél Velferðarráðuneytisins. Þar fékk ég út með hjálp rsk.is að sameiginlegar tekjur hjóna með tvö börn á grunnskólaaldri þurfi að vera 900 þúsund krónur á mánuði fyrir skatta til að endar nái saman. Hér tek ég reyndar ekki tillit til barna- og vaxta-/húsaleigubóta, og veit ekki hvort það sé gert í reiknivélinni. Ég efa það reyndar.

Ef við lítum til kjarasamninga ríkisins og þeirra stéttarfélaga sem ég og konan mín tilheyrum þá er varla að við náum að standa undir þessum neysluviðmiðum jafnvel þó að háskólanám okkar, samtals 18 ár yrði metið að fullu til launa.

Þegar ég skoða þetta í samhenginu sem ég bý við þá fæ ég að árstekjur fjölskyldunnar þurfi að vera 10.800 þúsund krónur eða $93.000 á ári. Þessi tala er ríflega fjórfalt hærri tekjur en fátæktarmörk samsvarandi fjölskyldu í Bandaríkjunum og meira en tvöfalt hærri en grunnneysluviðmið hér í BNA.

Það er auðvitað margt sem er mikilvægt að hafa í huga hér. Hugsanlega er neysluviðmiðið hátt. Kannski er ekki tekið tillit til bótakerfisins og auðvitað er flest ódýrara í BNA heldur en á Íslandi. Þá er auðvitað lítið tillit tekið til menntunar þegar kemur að launum á Íslandi.

Skyndiniðurstaðan er samt sú að hér í BNA duga tekjur annars okkar fyrir um 150% af neysluviðmiði fjögurra manna fjölskyldu eins og þau eru framsett hér. Meðan að á Íslandi duga laun okkar beggja fyrir 90%-95% af viðmiðunarneyslu eins og hún er sett fram í gögnum Velferðarráðuneytisins.

One thought on “Neysluviðmiðið”

  1. Rétt er að taka fram að skammtímaviðmiðið, sem hlýtur að teljast um margt samsvarandi fáttæktarmörkum í BNA er 66% af neysluviðmiðinu hjá Velferðarráðuneytinu. En í BNA eru fátæktarmörk 50% af neysluviðmiðinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.