Strax í upphafi er rétt að taka fram að ég hef ekki lesið nýja aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla í heild og vel má vera að um gott plagg sé að ræða. Athygli mín var hins vegar vakin á öðrum kaflanum þar sem gerð er grein fyrir hugtakinu almenn menntun. Þar er haldið á lofti fullyrðingum um eldri skilgreiningar á almennri menntun og án þess að ég sé sagnfræðingur eða sérfræðingur í menntunarfræðum get ég fullyrt að svona framsettar fullyrðingar yrðu seint samþykktar sem vitneskja á Wikipedia.
Þannig kemur fram einstaklega barnaleg söguskoðun og grunnur skilningur á miðaldasamfélaginu og stöðu kirkjunnar á miðöldum í Evrópu. Það að setja svona inn í nýja aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er fráleitt, nema ef ætlunin sé að námskráin endurspegli hugmyndaheim grunnskólaritgerða.
Svo ég útskýri mál mitt frekar. Í aðalnámskránni er sagt:
Miðaldakirkjan skilgreindi almenna menntun í Evrópu á miðöldum út frá sínum þörfum, …
Og er þessi fullyrðing notuð til að sýna hversu mjög hugmyndir um almenna menntun hefur breyst því að á:
21. öld er almenn menntun skilgreind út frá samfélagslegum þörfum og út frá þörfum einstaklinganna.
Gallinn við þessa framsetningu er auðvitað tvenns konar. Fyrir það fyrsta var einstaklingshyggja upplýsingarinnar óþekkt á miðöldum þannig að réttilega hefur sú áhersla bæst við (í orði að minnsta kosti). En það sem meira er um vert, kirkjan var sá samfélagslegi veruleiki sem allir bjuggu við og mótaði samfélagið. Almenn menntun á miðöldum tók því mið af samfélagslegum þörfum á sama hátt og nú er, en í stað fyrirtækjastyrktra kennslustofa og ríkismiðaðra námsferla, voru samfélagslegu þarfirnar skilgreindar af kirkjunni, enda stærsta og öflugasta samfélagslega stofnunin á þeim tíma.
Nú er ekki svo að ég telji að kirkjan eigi að hafa þetta hlutverk í dag, fjarri fer því, en það er einfaldlega barnalegt að halda því fram að grunnmarkmið almennrar menntunar hafi breyst svo mjög, þ.e. hvað varðar það hlutverk að uppfylla samfélagslegar þarfir.
Vissulega getur verið að höfundur sé einvörðungu að benda á að samfélagslegar þarfir á miðöldum hafi verið skilgreindar af kirkjunni en í dag séu samfélagslegar þarfir “raunverulegar” samfélagslegar þarfir. En það lýsir ekki bara barnaskap heldur hroka, og kallar á upplýsingar í námskránni um hvaða stofnanir og samfélagshópar móta hvaða samfélagslegar þarfir almenn menntun í dag á að mæta.
Þegar opinberir aðilar skrifa stefnumótandi gögn er gífurlega mikilvægt að slík gögn séu gagnrýnd ítarlega til að takast á við og greina rómantískar ranghugmyndir, hvort sem um er að ræða “illu miðaldakirkjuna” eða “kristilegan menningararf íslendinga.” Ef þrátt fyrir allt er ákveðið er að notast við slíkar hugmyndir þarf að gera það á faglegan hátt, þannig að hægt sé að leita í heimildir fyrir hugmyndunum.
Ég er ekki viss um að sagnfræðikennarinn minn í MR hefði orðið sáttur við vinnubrögðin ef ég hefði sett fram fullyrðingar um almenna menntun yfirstétta til forna og kirkjumiðlæga menntun á miðöldum á þann hátt sem gert er í drögum að námskránni sem honum ber að fylgja.
Það er auðvitað rétt að taka fram að í þeim “sögulegu” dæmum sem höfundur námskrárinnar notar þá er viðkomandi að vísa í “rómantískar hugmyndir” um formlega menntun, fremur en að um sé að ræða almenna menntun.
Á miðöldum var svonefnd skólaspeki allsráðandi. Með endurreisninni kemur húmanísk áhersla til sögunnar. Um þetta má lesa á Wikipedia: “Main article: Renaissance humanism: In some ways Humanism was not a philosophy per se, but rather a method of learning. In contrast to the medieval scholastic mode, which focused on resolving contradictions between authors, humanists would study ancient texts in the original, and appraise them through a combination of reasoning and empirical evidence. Humanist education was based on the programme of ‘Studia Humanitatis’, that being the study of five humanities: poetry, grammar, history, moral philosophy and rhetoric. Although historians have sometimes struggled to define humanism precisely, most have settled on “a middle of the road definition… the movement to recover, interpret, and assimilate the language, literature, learning and values of ancient Greece and Rome”.[43] Above all, humanists asserted “the genius of man … the unique and extraordinary ability of the human mind.”[44]
Humanist scholars shaped the intellectual landscape throughout the early modern period. Political philosophers such as Niccolò Machiavelli and Thomas More revived the ideas of Greek and Roman thinkers, and applied them in critiques of contemporary government. Pico della Mirandola wrote what is often considered the manifesto of the Renaissance, a vibrant defence of thinking, the Oration on the Dignity of Man. Matteo Palmieri (1406–1475), another humanist, is most known for his work Della vita civile (“On Civic Life”; printed 1528) which advocated civic humanism, and his influence in refining the Tuscan vernacular to the same level as Latin. Palmieri’s written works drawn on Roman philosophers and theorists, especially Cicero, who, like Palmieri, lived an active public life as a citizen and official, as well as a theorist and philosopher and also Quintilian. Perhaps the most succinct expression of his perspective on humanism is in a 1465 poetic work La città di vita, but an earlier work Della vita civile (On Civic Life) is more wide-ranging. Composed as a series of dialogues set in a country house in the Mugello countryside outside Florence during the plague of 1430, Palmieri expounds on the qualities of the ideal citizen. The dialogues include ideas about how children develop mentally and physically, how citizens can conduct themselves morally, how citizens and states can ensure probity in public life, and an important debate on the difference between that which is pragmatically useful and that which is honest.”
Smá viðbót: Líklega eru höfundar námskrárinnar að vísa í þá breytingu, sem varð í Evrópu eftir að miðöldum lauk. En þá gerðist það að skólar öðluðust aukið sjálfstæði frá kirkjuyfirvöldum. Ég vek athygli á því að Marteinn Lúter, siðbótarfrömuður aðhylltist hina húmanísku menntastefnu.
Það er hugsanlega rétt hjá þér að höfundar námskrár eru að vísa í meintan eðlismun á tilgangi almennrar menntun í hugmyndaheimi skólaspekinnar annars vegar og upplýsingarinnar (áður húmanismans) hins vegar. Það sem gerir málið ögn flóknara er að höfundar námskrár virðast rugla saman hugtökunum formlegri menntun og almennri menntun, sem er líklega meginvandamálið í þessum skrifum.
Það breytir því þó ekki að sú fullyrðing að skólaspeki (ef það er það sem höfundarnir eru meðvitað að vísa til) hafi verið iðkuð og kennd út frá þörfum kirkjunnar, sem hafi haft einhvers konar aðrar þarfir en samfélagið á miðöldum, er mjög óheppileg.
Auðvitað má finna gamansögur um fjölda engla á títuprjónshaus sem dæmi um “slæmsku” skólaspekinnar og skort á samfélagslegum tengslum. En slíkar sögur finnum við enn í dag þegar ráðist er á formlega menntun.
Skólaspekin var enda tækni/aðferðafræði frekar en innihaldslýsing.