Um þessar mundir er ég að endurskoða efni fyrir fermingarnámskeið í Vatnaskógi. Ein af stundunum sem ég horfi til er kennslustund í kapellunni um bænina. Spurningin sem ég stend frammi fyrir er hvernig fjalla á um bænina/samtal við Guð fyrir unglinga. Klassíska kennsluhugmyndin um bænina sem fyrirspurnaþjónustu er að sjálfsögðu alls ófullnægjandi.
Af þeim sökum datt mér í hug að klippa saman mismunandi texta sem ýmist eru skrifuð sem samtöl við Guð, eða hafa verið notaðir sem bænir. Ég fékk ýmsar spennandi ábendingar á Facebook um mögulega texta og nýtti þær að hluta.
Grófklippt fyrsta hugmynd er hér, ég þarf helst að stytta þetta úr 11 mínútum niður í 5-6 mínútur, en ef einhver hefur áhuga á að gera athugasemdir eða leggja til uppbyggjandi gagnrýni áður en lengra er haldið þá er það mjög vel þegið.
TEMP: Fyrsta grófklipping vegna fræðslustundar í kapellu (11 mín).
Efni sem ég gæti notast við brot af (og er notað í grófklippingunni) er:
- Söngur af flugvellinum í Jacmel, Haiti aðfararnótt 13. janúar 2010 (nokkrum klst eftir jarðskjálftann).
- Lift Me Up – Christina Aguilera
- Bæn Faðir Roger frá Taize (á ensku)
- Creep – Radiohead
- Hjálpaðu mér upp – Ný Dönsk
- O, Lord Hear my Prayer – Taize
- Ástarfaðir himinhæða – Ellen
- Where is the Love – Black Eyed Peas
- Oh, Lord Forgive Them – Chuck Fenda
- I Can Only Imagine – MercyMe
- Bæn Faðir Roger frá Taize (á frönsku…)
- Í bljúgri bæn – Birgitta
- Bambalela – ELCA Global Mission
- Magnificent – U2
- Grace – Michael W. Smith
- Ó, hvílíkt frelsi – Páll Óskar og Monika
- Söngur af flugvellinum í Jacmel, Haiti aðfararnótt 13. janúar 2010 (nokkrum klst eftir jarðskjálftann).
Ein leið er sú að taka eingöngu áhrifamestu bútana af þessum lögum og skeyta þeim saman í einhverskonar medley. Til þess notarðu forrit á borð við Audacity eða Garage Band.
Ég skil reyndar ekki af hverju “Like a prayer” með Madonna er ekki á listanum þínum!
Ég vinn þetta í GarageBand og hef nú útbúið áhrifamestu bútana, en sit með 11 mín. Ég á von á að skera burtu einhver lög þegar ég vinn í þessu áfram.
Svo má alltaf fikta í pitch-inu og spila þetta um 45% hraðar. Að vísu fer þá notkunin í kirkju norður og niður vegna “chipmunk” áhrifanna.