Leiðrétting og ítarefni

Gene Robinson er nefndur tvívegis í fréttinni sem hér er tengt við. Hann er ekki kvenmaður eins og kyn sagnorðanna gefur til kynna, Gene Robinson var hins vegar fyrsti opinberlega samkynhneigði biskup Biskupakirkjunnar í BNA. Sjálfsævisaga hans In the Eye of the Storm: Swept to the Center by God lýsir hótunum, glímunni við að vera kallaður til starfa fyrir Guð og tilraun hans til að virða mismunandi hugmyndir án þess að gefa eftir hver hann er.

Það sem erkibiskupinn í Kantaraborg er að glíma við er að leitast við að halda anglíkönsku/biskupakirkjunni saman. Þar er spennan fyrst og fremst á milli ört vaxandi safnaða á suðurhveli jarðar sem eru af ýmsum sögulegum ástæðum mun íhaldsamari en frjálslyndari armur kirkjunnar á norðurhveli. Þessi spenna kemur fyrst og fremst fram í umræðunni um samkynhneigð en er í raun mun dýpri og snýst meðal annars um Biblíutúlkun almennt, nýlendustefnu og valdastrúktur kirkjunnar.

Ákvörðunin sem tekin var í júlí snerist um að fresta ekki vígslu á samkynhneigðum einstaklingum sem kallaðir væru til biskupsþjónustu innan Biskupakirkjunnar í BNA, á meðan leitað væri eftir einhvers konar sátt á heimsvísu. Ákvörðun Biskupakirkjunnar í BNA að vígja Mary Glasspool er staðfesting þess að armur Biskupakirkjunnar í BNA telur ekki rétt að fresta því að gera það sem rétt er, í nafni meintrar einingar.

Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við “Lesbía kosin biskup.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.