Þrátt fyrir að TimeWarnerCable hafi reynt nú síðustu mánuði að sannfæra mig og nágranna mína um dauða loftnetssjónvarpsins, þá eru þær andlátsfréttir stórlega ýktar. Sjónvarpsútsendingar munu halda áfram í lofti eins og áður, hins vegar leggjast af hliðrænar útsendingar (analog) og einvörðungu verður boðið upp á stafrænar útsendingar (digital). Til að ná stafrænu útsendingunum dugar hefðbundið loftnet, en hins vegar þurfa eldri sjónvörp að notast við stafrænt mótakarabox sem Bandarísk yfirvöld hafa niðurgreitt fyrir þá sem það vilja.
TimeWarner og fleiri kapalfyrirtæki hafa hamrað á nauðsyn þess að allir fái sér kapalsjónvarp við þessi tímamót, enda sé samasemmerki milli digital og kapals en líkt og fyrirsögn fréttarinnar og innihald eru þær fullyrðingar kolrangar.
Upphaflega skrifað á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við frétt á mbl.is.