Var að horfa á Ernie Els á 12.

Það var heitt í Dublin, Ohio í dag þegar síðasti hringurinn var spilaður í Memorial meistaramótinu. Þegar ég sá Byrd taka magnaðan örn á 7. holu hélt ég að hann myndi hafa þetta, enda var Tiger Woods nokkuð á eftir.
Ég sat síðan við 12. holu og horfði á Ernie Els, þegar “Tiger Roar” heyrðist frá þeirri 11. og það barst hratt á milli að Tiger hefði náð einhverju ótrúlegu höggi fyrir örn.
Eftir það virtist Tiger vera eini maðurinn í keppninni. Þar sem ég stóð við klúbbhúsið sá ég síðan Byrd klúðra 18 holunni illa og Ernie Els sömuleiðis meðan Tiger tók 18. holuna á þremur höggum og náði enn einum fugli dagsins.
Ég fann svolítið til með Michael Letzig í dag, spilafélaga Tigers. Það er sjálfsagt ekki auðvelt að spila þegar áhorfendur byrja að labba í burtu þegar þú átt eftir högg en spilafélagi þinn hefur lokið leik. Enda var þetta versti dagur Letzig í mótinu.
En hvað um það, góður dagur í Dublin, í 31 stigs hita og glampandi sól.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.