Ég kaus Guðfríði Lilju

Í vefheimum hef ég á stundum verið sakaður um hægrimennsku og jafnvel verið af sumum verið talinn kristin öfgahægrimaður.

Mér þykir því rétt að taka fram að í kosningum til Alþingis 2009, kaus ég Vinstri græn og þar með Guðfríði Lilju í Suðvesturkjördæmi. Ég er stoltur og ánægður með þessa ákvörðun mína og viðtalið við Kolbrúnu Halldórsdóttur í gær, eða orð Steingríms um raunverulega stöðu Flugleiða hafa ekki haft nein áhrif á það stolt mitt, heldur þvert á móti. Stjórnmálamenn sem segja sannleikann, segja hug sinn þrátt fyrir að það sé “ekki hentugt” er það sem við þurfum núna. Þegar Katrín Jakobsdóttir svaraði kröfum um sumarlán með orðunum að það þyrfti að reikna það út og lofaði engu, eða þegar sama Katrín sagðist eiga von á skattahækkunum og launalækkunum, þá sýndi hún og sannaði hvernig stjórnmálamenn eiga að tala.

Glæpamenn og mútuþegar, sem telja að hagsmunir almennings séu minna virði en góð veiðiferð, eða það sé í lagi að þingmenn þiggi greiðslur frá fyrirtækjum fyrir að lána nafnið sitt á pappíra, er ekki fólk sem þarf til að stjórna landinu. Einstaklingar sem neita að gefa upp hagsmunatengsl sín, nema aðrir geri slíkt hið sama minna mig á stráka í Vatnaskógi, sem byrja vörn sína á orðunum “hann byrjaði” og bæta síðan við “ÞAÐ GERA ÞETTA ALLIR”. Slík viðbrögð eru ekki sæmandi einhverjum sem sækjast í leiðtogastöður, heldur eru viðbrögð aumingja og tuskudúkkna.

Það má vel vera að fjárhagur landsins versni, það má vel vera að við einangrumst enn frekar. En kjarkur til að standa upp fyrir skoðanir sínar er það dýrmætasta sem nokkur getur átt. Það er þess vegna sem ég kýs vinstri græn að þessu sinni.

One thought on “Ég kaus Guðfríði Lilju”

  1. Þú segir nokkuð, Halldór. Ég bý svo vel að hafa val um Svandísi og Lilju í VG eða Össur og Steinunni Valdísi ásamt nokkrum öðrum sem ég held að gætu alveg gengið …

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.